Páskasmakk Eðalklúbbsins. Apríl 2023.

Marbakkabraut 12
Tasted Wednesday, April 19, 2023 by bitdrerik with 113 views

Introduction

Að þessu sinni voru allir fastir félagar klúbbsins mættir. Það var margt í gangi. Björgvin setti saman ostakynningu og með henni voru opnuð nokkur vín. Smá pinot noir þema var þarna ásamt dularfullu smakki sem við fengum ekki að vita neitt um fyrirfram. Endað var svo á fimm fínum vínum.

Flight 1 - Vín með ostunum. (3 Notes)

  • 2020 Tua Rita Perlato del Bosco Toscana IGT

    Italy, Tuscany, Toscana IGT

    Fyrsta flaskan sem var opnuð í smakkinu. Óformlegar nótur með ostasmökkun.
    Loftað í 1 tíma. Grænjaxlar og paprika í nefi og á tungu. Whole cluster? Leit út fyrir að vera frekar einfalt vín við fyrstu sýn. Við urðum agndofa þegar hulunni var svipt af víninu. Þetta er vín sem kostar 5.500 og stendur sig ekki betur en þetta. Set ekki einkunn en hún væri ekki mjög há, 84-86.

    Eftir smakkið þá tók ég restina af víninu með til að skoða betur kvöldið eftir.
    Þá komu fram skógarber í ilmi. Líka dökk kirsuber. Á tungunni mjúkt og þægilegt í góðu jafnvægi. Mjög mikil framför frá kvöldinu áður myndi gefa því 88-90 seinna kvöldið. Greinilegt að þetta vín þarf talsvert langa umhellingu til að blómstra eða þá að vera geymt í nokkur ár.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2020 Monte das Herdades Brut Nature 89 Points

    Portugal, Alentejano, Alentejo

    Líka í óformlegu smakki með ostum. Ljósbleikur litur. Virkileg sprengja í ilmi, mjög kröftugur ilmur. Jarðarber, hunang og rabarbari. Á tungu rauðvínstilfinning. Jarðarber líka á tungu. Virkilega fínt freyðivín.

    Það má þó ekki gleyma því að þetta vín kostar næstum 10.000 kall sem er sama og verð á virkilega fínu NV kampavíni. Mér finnst þetta vín ekki alveg vera þar og því ekki hærri einkunn.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2020 Monte das Herdades Premium Branco 89 Points

    Portugal, Alentejano, Alentejo

    Síðasta flaskan í óformlegu smakki með ostum. Ljóst á litinn. Hálmur, keita, Látlaus ilmur. Smjör fita á tungu. Góð fylling og gott eftirbragð. Rúnnað. Sítrusbörkur og smjör í eftirbragði.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 - Þrjú pinot noir vín, nema eitt var eitthvað annað. (3 Notes)

  • 2020 Henry of Pelham Baco Noir Speck Family Reserve 86 Points

    Canada, Ontario, Ontario VQA

    Fjólurautt. Unglegur litur. Dökk og brennd lykt. Kröftugur ilmur. Á tungu: Fjólur, ávaxtaríkt. Talsverð sýra. Þarna er líka viður, sedrus. Mikil sæta en líka greip og blóðappelsínur. Í eftirbragði sæta og karamella. Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu víni.

    Þetta vín var tekið inn í pinot noir þrennu. Þegar við fórum að undra okkur á því hvað það væri dökkt fyrir pinot noir þá kom í ljós að það var bara alls ekki pinot noir heldur baco noir sem við fundum út að væri kanadísk þrúga.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Siduri Pinot Noir Sonoma Coast 90 Points

    USA, California, Sonoma County, Sonoma Coast

    Frekar ljós litur. Farin að koma fram öldrunarmerki í lit. Jarðarber og beiskja í lykt. Líka fjós, hindber, anís og brjóstsykur. Falleg lykt. Á tungu sæta og jarðarber. Í sætasta lagi fyrir minn smekk. Björgvin talaði um að það væri í grænasta lagi fyrir hans smekk. Samt ágætis vín og áhugavert að geta keypt 10 ára gamalt pinot noir vín í vínbúðum.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2020 Monte das Herdades Premium 88 Points

    Portugal, Alentejano, Alentejo

    Mjög ljós litur. Dempaður ilmur. Fíngerður. Jarðarber, grænir tónar. Ilmvatn og blómatónar. Í munni: Mjög fínt jafnvægi. Ekki þykkt og var frekar þunnt í eftirbragði. Sem dró úr ánægjunni með þetta vín. Þetta er heldur ekki ódýrt vín eða á um 8.000 kr. Fyrir þann pening er þetta ekki frábær frammistaða.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 - Dularfullu vínin. (3 Notes)

  • 2017 Kirkland Signature Brunello di Montalcino 86 Points

    Italy, Tuscany, Montalcino, Brunello di Montalcino

    Loftað í 1 klst. Meðaldökkur litur. Smá öldrunareinkenni á litnum. Örlar á grænum tónum í nefi, furunálar nefndi einhver. Þarna var líka að finna krydd: Negull og kanill og bökunarkrydd. Bílskúrslykt. Þegar var smakkað á víninu þá fann maður fyrst fyrir því að það var mjög tannískt. Þarna var svo mikil sýra. Jafnvægið ekki sérlega gott. Lagaðist samt í glasinu. Ég var ekkert sérlega hrifinn af þessu víni.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2019 Kirkland Signature Red Wine Columbia Valley 89 Points

    USA, Washington, Columbia Valley

    Loftað í 2 klst. Frekar dökkur litur. Unglegur. Sveitalegir tónar í nefi. Greni, ilmvatn, appelsína. Bolli talaði um að þessi lykt minnti hann á Juan Gil vín. Svo komu síðar fram kaffi og súkkulaðitónar. Í munni þá mátti finna vanillu, kaffi, súkkulaði, kaffikorg. Vínið var sýruríkt. Alveg þokkalegasta vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2020 Kirkland Signature Châteauneuf-du-Pape Cuvée du Terroir Des Papes 89 Points

    France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape

    Loftað í klst. Meðaldökkt. Grænt í nefi. Grænn pipar, holræsi, gúmmí. Á tungunni: Anís, sæta. Mikill ávöxtur. Líklega hátt í áfengi. Þarna eru líka krydd: Kanill, negull, anís og lakkrís. Við prófuðum að setja vínið í cabernet sauvignon glös (í staðinn fyrir old syrah) og vínið virtist koma betur út þannig.

    Post a Comment / 2 people found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

Flight 4 - Síðasta þrennan, reyndar með fimm vínum. (5 Notes)

  • 2015 La Rioja Alta Rioja Viña Ardanza Reserva 90 Points

    Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja

    Meðaldökkt eða jafnvel ríflega það. Kjötkraftur, krydd í nefi. Þarna voru líka tónar eins og piparmynta og súkkulaði. Pipp súkkulaði sagði einhver (kannski Bolli). Heitir reyndar pralín núna. Tannkrem og græn paprika. Það var svo minnst á vínillykt eins og í nýjum bíl. Á tungunni: Soðið bragð, jólakrydd. Fín fylling. Þarna mátti greina myntu og járnbragð. Rokgjarnt, líklega hátt í áfengisprósentu. Það var helst talið að þetta væri cabernet sauvignon sem reyndist ekki rétt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Vietti Barolo Castiglione 91 Points

    Italy, Piedmont, Langhe, Barolo

    Loftað í 12 tíma og veitti ekki af. Frekar ljós litur. Unglegur. Í nefi: Nóa páskaegg, ferskleiki, brjóstsykur. Fíngert í munni þar sem koma fyrir kryddglefsur m.a. hvítur pipar. Þarna er líka talsverður ávöxtur og sýran er há í víninu. Einhver nefndi svo brennistein. Þess má svo geta að Bolli giskaði á að þetta gæti verið Barolo, ekki amalegt það.

    Því er við þetta að bæta að ég tók restina af þessu víni með heim til að skoða kvöldið eftir. Þá fannst eftirfarandi í víninu: Fíngerður ilmur. Skógarbotn, ryk. Frekar dempaður ilmur. Í munni fundust svo steinefni, talsverð sýra og tannín voru áberandi. Mun þægilegra og rúnnaðra samt en kvöldið áður. Einkunnin á við seinna kvöldið. Skrifaði 89-91. Hefði gefið því 88-90 fyrra kvöldið. Það lítur því út fyrir að ef á að opna þetta vín núna þá þarf að gefa því a.m.k. 12 tíma loftun.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2016 Heitz Cellar Cabernet Sauvignon 89 Points

    USA, California, Napa Valley

    Meðaldökkur litur. Í nefi: Eik, vanilla, sedrusviður, sæt kirsuber, smurolía, kóla baunir, jólatré, græn paprika. Bragðið svo víðs fjarri því sem nefið lofaði. Mjög sýruríkt og þarna mátti greina hvítan pipar.

    Við vorum mjög undrandi þegar hulunni var svipt af víninu. Þetta er dýrt vín. Dýrasta vínið í smakkinu og var langt frá því að standa undir verðmiðanum. Við prófuðum að setja vínið í cabernet sauvignon glas þegar var búið að afhjúpa það. Það var skárra þannig en ekki neitt frábært samt.

    Vínið fékk ekki loftun fyrirfram. Það hefði hugsanlega staðið sig betur með 1-2 tíma loftun.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 d'Arenberg Shiraz The Dead Arm 92 Points

    Australia, South Australia, Fleurieu, McLaren Vale

    Loftað í 2 tíma fyrir smakk. Mjög dökkt á litinn. Unglegur litur. Lím og dökkir tónar í nefi. Mikill ferskleiki. Jólalegt, dökk kirsuber og járn. Á tungunni mátti finna: Dökk kirsuber, dökkan ávöxt, járn. Þarna voru líka brunatónar og lakkrís í eftirbragði. Virkilega gott vín og fyrir mig besta vín kvöldsins.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2019 Raul Pérez Bierzo Ultreia Valtuille 90 Points

    Spain, Castilla y León, Bierzo

    Frekar dökkt. Tekkilmur. Skítalykt, útihús, mjólkursýra, tómatsósa, ostalykt. Á tungunni: Flott jafnvægi, mikill ávöxtur, sólber. Þungt, kraftmikið og tannínríkt. Þarna má líka finna valhnetur og útihús.

    Gott vín en það kostar næstum 50€. Finnst það ekki skila alveg nógu miklu fyrir þann pening.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Að venju fróðlegt og skemmtilegt smakk. Ostakynningin var mjög fín. Þar skaraði Parmiggiano stravecchio fram úr. Með ostinum var m.a. opnað portúgalskt freyðivín sem var prýðisgott. Í pinot noir hlutanum þá reyndist eitt vínið reyndar ekki vera pinot noir. Það ruglaði okkur aðeins í ríminu. Það kom í ljós að í dularfulla smakkinu þá vorum við að smakka á Kirkland vínum frá Costco. Við áttum í erfiðleikum með að átta okkur á því. Síðasti flokkurinn var svo flott vín, fimm talsins. Þau komu misvel út eins og gengur. Sum mjög vel, önnur síður.
Fyrir mig þá voru vínin sem stóðu upp úr í smakkinu: Dead Arm, freyðivínið í byrjun og Ardanza vínið. Baroloinn sem var nú ekkert sérstakur í smakkinu sjálfu kom svo sterkur inn kvöldið eftir.

×
×